Útivistarnámskeið Umf. Þristar

Útivistarnámskeið Umf. Þristar

Þristur hefur undanfarið boðið börnum upp á útivistarnámskeið með það að markmiði að kynna fyrir þeim þá mörgu og skemmtilegu möguleika sem felast í útivist og töfrum náttúrunnar. Einnig er lagt upp með að byggja upp seiglu og jákvætt viðhorf gagnvart þeim áskorunum og ævintýrum sem leynast við hvert fótmál úti í náttúrunni. Á námskeiðunum er unnið með útivist í breiðum skilningi en útileikir, hjólreiðaferðir, útieldun, náttúruskoðun, fjallgöngur, rötun og listsköpun úr náttúrulegum efnivið eru á meðal þess sem boðið er uppá. Kennarar eru reynt útivistarfólk ásamt aðstoðarfólki. Námskeiðin hafa verið haldin á öllum tímum árs.

Með útivistarverkefni sínu leggur Ungmennafélagið Þristur sitt af mörkum til þess að sem flest börn og ungmenni finni tómstundir við sitt hæfi og alist upp sem sterkir einstaklingar.


Útipúkar og -píslir Ungmennafélagsins Þristar hefst 2. september.

Tímar: Miðvikudagar kl. 16:30 - 17:30/18:00
Gjald: 15.000

Skrá á námskeið

Nánari upplýsingar

umf3.is