Skólagarðar

Skólagarðar

Skólagarðar alla miðvikudaga í sumar frá kl.10:00-12:00.

Skólagarðarnir eru innan við Dagmálalæk.

Settar eru niður kartöflur, kálplöntur, jarðarber og blóm. Trjám er plantað og það er farið í leiki og nestið borðað úti.

Hundasúrupestó er búið til, Ólafssúra fundin og blóm smökkuð. Týnd lauf í te.

Í ágúst er farið í sveppa- og berjamó, labbað inn að Hádegisá og jafnvel inn í Fjarðasel.

Nánari upplýsingar

unnur.oskarsdottir@mulathing.is