Skíðaæfingar í Stafdal

Skíðaæfingar í Stafdal

Krílaskóli
Í Krílaskóla eru börn á öllum aldri sem eru að stíga sín fyrstu skref á skíðum. Lágmarksaldur er 3 ár eða börn fædd árið 2017. Krílaskólinn fer alfarið fram í barnalyftunni en þar eru lagðar brautir og þrautir til að auka færni barnanna á skíðum. Markmið Krílaskólans er að koma börnum af stað í skíðamennskunni og kynna fyrir þeim þessa skemmtilegu íþrótt. Æfingar eru einu sinni í viku.

Ævintýraskóli
Í Ævintýraskóla eru börn á öllum aldri sem eru orðin nokkuð sjálfbjarga á skíðum og geta bjargað sér sjálf í diskalyftunni og brekkunum. Ævintýraskólinn fer alfarið fram í diskalyftunni. Markmiðið er að allir hafi gaman af skíðamennskunni og verði betri skíðamenn. Í vetrarlok eiga allir að hafa öðlast betri skíðafærni og vera farnir að tileinka sér grunntækni í skíðaíþróttinni. Börn geta að sjálfsögðu flust úr Krílaskóla yfir í Ævintýraskóla hafi þau öðlast færni til. Æfingar eru einu sinni í viku.

Yngri æfingahópur

Í þessum hóp eru yngstu æfingakrakkarnir og krakkar sem eru að hefja æfingar á skíðum. Á æfingunum er lögð áhersla á leik og þjálfun í tækniskíðun en einnig er farið í brautir. Allir í hópnum verða að geta bjargað sér í diskalyftunni og brekkunum þar. Lágmarksaldur í hópnum er 6 ár, 1.bekkur í grunnskóla. Æfingar eru 1 - 3 sinnum í viku.

Eldri æfingahópur
Hópurinn samanstendur af krökkum sem hafa æft markvisst skíði í minnst 2 ár eða hafa náð færni til að fylgja hópnum eftir. Æfingar eru 1 - 3 sinnu í viku.

Nánari upplýsingar

www.stafdalur.is