Hjólagormar Umf. Þristar

Skráningar eru hafnar á hjólreiðaæfingar vetrarannar 2020.
Nauðsynlegur útbúnaður:
Reiðhjól þarf að vera í góðu ástandi og með allan öryggisbúnað í lagi ss. bremsur, ljós eða glit. Hjálmaskylda og jakki eða vesti í skærum litum og með endurskini er skylda. Aðrar kröfur um fatnað eru ekki gerðar en gott að hafa hann þægilegan til hjólreiða
Markmiðið er að undirbúa og þjálfa börnin í því að hjóla, auka færni og undirbúa þau fyrir að hjóla við hinar ýmsu aðstæður.
Námskeið hefst 7. september.
Tímar: Mánudagar kl. 16:30 - 17:30/18:00
Gjald: 15.000