Grunnnámskeið í skriðsundi

Grunnnámskeið í skriðsundi

Sunddeild Hattar auglýsir 4 vikna námskeið fyrir þá sem vilja læra grunninn í skriðsundi. Námskeiðið fer fram með þeim hætti að reiknað er með 2 æfingum á viku, þriðjudaga og fimmtudaga.

Námskeiðið er fyrir 18 ára og eldri.

Námskeiðið hefst 6. apríl og kostar 10.000 kr. og verður skráning í gegnum Nóra. Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Ásta Ingvarsdóttir yfirþjálfari í síma 844-6487 - sunddeildhattar@gmail.com

Nánari upplýsingar

sunddeildhattar@gmail.com