Félagsmiðstöðin Nýung

Félagsmiðstöðin Nýung

Félagsmiðstöðin Nýung á Egilsstöðum er félagsmiðstöð fyrir 5.-10. bekk.

Opnunum er skipt í yngri og eldri deild.

Í yngri deild, 5.-7. bekk, eru opnanir sem hér segir:
6.- 7. bekkur Egilsstaðaskóla mánudaga kl. 14:00-16:00,
5. bekkur þriðjudaga kl. 14:50-16:30
5. -7. bekkur Fellaskóla og Brúarásskóla miðvikudaga kl. 15:30-17:15.

Fyrir eldri deild (8.-10.bekk) er opið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 19:30-22:00.

Dagskráin í Nýung er fjölbreytt og húsnæðið tækjum hlaðið. Þar er m.a. billiardborð, bíósalur, Playstation 4, borðtennisborð, diskóbúr og spil af ýmsu tagi.

Eitt af markmiðum Nýungar er að vera frumleg og er því reglulega leitast við að finna upp á einhverjum Nýungum. Dæmi um skipulagða viðburði undanfarið eru t.d. bíókvöld, nemendaráðskvöld, Youtube-kvöld, borðtennis- og þythokkímót, keppni um bekkjarbikar og kvikmyndamaraþon.

Sérstök klúbbastarfsemi er að sjálfsögðu líka í boði í Nýung, fyrir áhugasama.

Forstöðumaður félagsmiðstöðva á Fljótsdalshéraði frá haustinu 2013 er Árni Heiðar Pálsson og tekur hann vel á móti öllum ábendingum eða fyrirspurnum um starfið á netfanginu: arnipals(hjá)egilsstadir.is

Nánari upplýsingar

nyung.fljotsdalsherad.is/is/forsida